top of page
Brauð með ferment súrdeigi:

-------------------------

Ávaxtabrauð

Bygg-gulrótarbrauð

Fjallagrasabrauð

Fjölkornabrauð

Gulrótarbrauð

Hafrabrauð

Hvannarbrauð

Kúmenbrauð

Körfubrauð

Körfu-kúmenbrauð

Rúsínubrauð

Sesambrauð

Sólkjarnabrauð

Speltbrauð

Ferment Súrdeig

 

Við útbúum ferment-súrdeigið úr speltmjöli (60%), vatni (38%) og fermenti (2%). 

Ferment er þurrkað súrdeig frá Sekowa Backtechnik í Þýskalandi og inniheldur heilhveiti, maismjöl, ertumjöl og hunang. Athugið að fermentið er eingöngu til að koma af stað súrdeiginu og að hvert brauð frá okkur inniheldur hverfandi lítið af fermenti ( um 0,1 g í 500 g brauði, eða 0,02 % af þyngdinni ).

Brauðin verða léttari í sér og minna súr með fermenti heldur en með hefðbundnu súrdeigi.

 

Súrdeigsbakstur fer fram í nokkrum áföngum:

 

1. Ferment-súrdeig útbúið:

Tekur um einn sólarhring að fá fram fullþroskað súrdeig úr mjöli, vatni og fermenti .

 

2. Fordeig:

Daginn fyrir bakstur er lagað þunnt deig úr mjöli, vatni og ferment-súrdeigi ( um 2-3 % af þyngd fordeigsins ). Eftir um 12-15 klukkutíma er fordeigið tilbúið.

 

3. Brauðdeig:

Mjöli, vatni, salti og öðru hráefni er bætt við fordeigið og allt hnoðað saman. Deigið látið hefast í um 40-60 mínútur áður en það er vigtað og brauðin eru formuð. Og eftir um 40 - 60 mínútur ættu brauðin að vera mátulega hefuð og tilbúin að fara í ofninn.

 

4. Bakstur:

Ofnarnir hjá okkur eru með steinbotni og nokkrar tegundir eru bakaðar beint á steininn

bottom of page