Matvara
Nokkuð gott úrval af lífrænt vottaðri matvöru með sérstaka áherslu á bökunarvöru, drykki og brauðálegg.
Kökur
Kökurnar eru ekki lífrænt vottaðar en þó nánast eingöngu úr lífrænu hráefni.
Við leggjum áherslu á að selja það sem framleitt er og hendum helst engu og því er oft tómlegt í kökuhillunum þegar líður á daginn.
Það eru ekki allar tegundir bakaðar á hverjum degi, en þetta er það sem helst er boðið uppá:
Kryddkaka: Sigtað spelt, speltmjöl, reyrsykur, rófusíróp, smjör, egg, mjólk, möndlur, kanill, negull, engifer, matarsódi.
Döðlubrauð: Sigtað spelt, speltmjöl, reyrsykur, rófusíróp, smjör, egg, mjólk, döðlur, matarsódi.
Hjónabandssæla: Haframjöl, sigtað spelt, reyrsykur, smjör, egg, rabbabari, matarsódi.
Kanilsnúðar: sigtað spelt, smjör, reyrsykur, egg, kanill, hjartarsalt, matarsódi.
Hafrakex: Haframjöl, sigtað spelt, smjör, reyrsykur, egg, matarsódi.
Hafraklattar: Haframjöl, sigtað spelt, reyrsykur, egg, súkkulaði, rófusíróp, rúsínur, matarsódi