Handverk í hávegum                                                    

Brauðhúsið er handverksbakarí þar sem megináherslan er lögð á að baka næringarrík og góð matbrauð.

Í brauðin er notað lífrænt ræktað hráefni og er framleiðslan viðurkennd af Vottunarstofunni Túni. 

Í brauðin er eingöngu notað súrdeig og ekkert ger, fyrir utan það sjálfsprottna ger sem er í súrdeiginu. Megnið af mjölinu er úr heilu korni sem er malað í steinkvörn og hluti af því malaður í bakaríinu og fer það því nýmalað í deigin.

Brauðhúsið ehf. | Efstaland 26 | 108 Reykjavík | s: 568-6530 | braudhus@isl.is

Afgreiðslutími

Mán – Fös: 10 - 18

Lau - Sun: Lokað

  • Facebook
  • Instagram